Óheimilt er að setja minningarmörk eins og ramma/girðingar úr steini, málmi, timbri eða öðrum efnum um einstök leiði eða fjölskyldureiti. Ef fólk setur þessi minningarmörk upp eru þau alfarið á ábyrgð aðstandenda. Kirkjugarðurinn tekur ekki ábyrgð á römmum eða girðingum um leiði og lagar ekki ef þau eyðileggjast t.d. við snjómokstur eða grasslátt.
Ef óheimil minningarmörk eins og rammarnir eru of langir eða of breiðir þá hafa starfsmenn heimild til minnka þá eða fjarlægja.