Umgengni í garðinum

Höldum kirkjugarðinum hreinum
  • Starfsfólk kirkjugarðsins óskar eftir samstarfi við aðstandendur og gesti garðsins að hafa garðinn snyrtilegan. Í kirkjugarðinum eru sorpílát sem bíða eftir rusli.

  • Vinsamlegast hendið ekki rusli og garðúrgangi inn í runna í garðinum.

  • Sorpílátin eru eingöngu fyrir rusl sem fellur til í garðinum, ekkert annað.

Óheimilt er að setja minningarmörk eins og ramma/girðingar úr steini, málmi, timbri eða öðrum efnum um einstök leiði eða fjölskyldureiti. Ef fólk setur þessi minningarmörk upp eru þau alfarið á ábyrgð aðstandenda. Kirkjugarðurinn tekur ekki ábyrgð á römmum eða girðingum um leiði og lagar ekki ef þau eyðileggjast t.d. við snjómokstur eða grasslátt.
Ef óheimil minningarmörk eins og rammarnir eru of langir eða of breiðir þá hafa starfsmenn heimild til minnka þá eða fjarlægja.

  • Aðstandendur hafa ekki heimild til að gróðursetja tré eða runna án leyfis kirkjugarðsstjórnar. Tré eru fljót að vaxa úr sér og valda vandræðum á leiðum (t.d. ef það þarf að jarðsetja við hliðina á leiði þar sem tré er á getur rótarkerfið á stórum trjám valdið miklum vandræðum).

  • Runnar eða fjölærar plöntur sem verða of stór eða breiða úr sér yfir á önnur leiði eða stíga garðsins þá hefur starfsfólk Kirkjugarðsins heimild til að klippa tré og minnka plöntur.
  • Lausaganga hunda er bönnuð í Kirkjugarðinum. Heimilt er að fara með hunda um garðin í ól.

  • Þeir sem fara með hunda í garðinn eiga að hirða upp eftir þá skít og setja í sérstaka poka.