Umgengnisreglur

  • Kirkjugarðurinn er friðhelgur.

  • Öll óþarfa umferð er bönnuð, leikir og hverskonar hávaði.

  • Lausaganga hunda er bönnuð í Kirkjugarðinum. Heimilt er að fara með hunda um garðinn í ól. Þeir sem fara með hunda í garðinn eiga að hirða upp eftir þá skít og setja í sérstaka poka.

  • Börn mega ekki hafast þar við, nema í fylgd með fullorðnum, sem þá beri ábyrgð á hegðun þeirra.

  • Umferð vélknúinna ökutækja er óæskileg.

  • Ef nauðsyn er á akstri um garðinn skal hraði ökutækja aldrei fara yfir 20 km. á klst.
  • Vinsamlega gangið eins snyrtilega um og frekast er unnt og notið sorpílát.

  • Eigi má setja girðingar úr steini, málmi, timbri eða öðrum efnum um einstök leiði eða fjölskyldureiti.

  • Tré og runna má ekki gróðursetja, án leyfis kirkjugarðsstjórnar.