Starfsmenn Kirkjugarðsins slá og hirða gras af leiðum og grænum svæðum yfir sumartímann án kostnaðar fyrir aðstandendur.
Kirkjugarðurinn sér um að tyrfa leiði og þurfa aðstandendur að panta tyrfingu hjá skrifstofu garðsins í síma 555 1262 eða email: kghf@simnet.is
Líða þurfa tvö ár frá jarðsetningu vegna þess að moldin þarf að fá að síga og jafna sig.
Ef legsteinar eru farnir að halla eða önnur minningarmörk að skekkjast, þá er það aðstandenda að laga þau. Best er að hafa samband við söluaðila legsteins eða legsteinasala til að rétta af legsteininn.
Kirkjugarðurinn ber ekki ábyrgð á að laga minningarmörk