Kirkjugarður Hafnarfjarðar hefur opnað vefsíðu þar sem markmiðið er að koma á framfæri margvíslegum upplýsingum um starfsemi garðsins, reglur um leiði og legstein, þjónustu sem starfsmenn kirkjugarðsins veita og ótal margt annað.
Á vefnum verða allar útfarir skráðar og er það mikilvægt fyrir aðstandendur og útfararþjónustur við val á útfarardegi.
Það er mikilvægt að hafa útfarir á vefnum til að gestir viti hvenær úfarir fari fram og geti hagað heimsókn sinni út frá þeim upplýsingum.