Kistugrafir

Grafartaka fer fram af hálfu starfsfólks Kirkjugarðs Hafnarfjarðar og er unnin með virðingu og fagmennsku.

 Skipulag og framkvæmd:

  • Allar grafartökur eru undirbúnar og framkvæmdar af starfsfólki Kirkjugarðsins í samstarfi við útfararstjóra.
  • Jarðsetning fer ekki fram nema gröf hafi verið grafin samkvæmt reglugerðum og í samræmi við skipulag garðsins.

  • Grafartaka fer fram af hálfu starfsfólks Kirkjugarðs Hafnarfjarðar og er unnin með virðingu og fagmennsku.
Grassláttur í kirkjugarðinum
Minningarmark er legsteinn og allt sem er við leiði. Minningarmark nær yfir hluti í kirkjugörðum sem settir eru upp til minningar um einstakling sem þar hvílir. Minningarmark er grafhýsi, legsteinar eða varða af ýmsu tagi, krossar af marvíslegum efnivið, rammar eða girðingar um leiði og það sem á þau er fest. Minningarmörk sem eru 100 ára og eldri teljast til fornleifa og njóta friðunar skv. lögum um menningarminjar nr. 80/2012, nema annað sé ákveðið af Minjastofnun Íslands. Stofnunin hefur umsjón og eftirlit með öllum minningarmörkum.
  • Hámarksbreidd legsteins á einfalt kistuleiði 80 cm, að meðtöldum undirstein en 180 cm ef legsteinn nær yfir tvö kistuleiði. Nái legsteinn yfir fleiri en tvö kistuleiði skal þess gætt að steinninn fari ekki nær næstu kistuleiðum til hvorrar handar en nemur 30 cm. Hámarkshæð legsteins frá yfirborði jarðar er 170 cm.
  • Ekki er leyfilegt að setja tvöfaldan legstein á einfalda gröf ef það er gert þá verða aðstandendur að láta fjarlægja legsteininn ásamt ramma (ef hann er til staðar) þegar það kemur að því að jarða makann við hliðina á leiðinu annars er ekki hægt að grafa viðkomandi og Kirkjugarðurinn tekur það ekki á sig að fjarlægja legsteina í burtu.
  • Ekki er heldur þægilegt að fjarlægja of stóran legstein þegar það er vetur og kominn e.t.v. 50-70 cm klaki í jörðu.
  • Ekki er leyfilegt að setja tvöfaldan legstein á einfalda gröf fyrr en báðir aðilar eru komnir í garðinn ef það er gert þá verða aðstandendur að láta fjarlægja legsteininn ásamt ramma (ef hann er til staðar) þegar það kemur að því að jarða makann við hliðina á leiðinu annars er ekki hægt að grafa viðkomandi og Kirkjugarðurinn tekur það ekki á sig að fjarlægja legsteina í burtu.
  • Aðrar reglur gilda um legsteina á duftkerssvæðum.
  • Grafartaka fer almennt fram virka daga, og þarf að hafa samráð við skrifstofu kirkjugarðsins um nákvæma dagsetningu og tíma jarðsetningar.

  • Yfir vetrartímann getur þurft aukinn fyrirvara vegna klakans í jörðu, sérstaklega á duftkersreitunum þar sem ekki er alltaf hægt að grafa sökum frosts.
  • Ekki er heimilt að vera með ramma eða girðingar sem hindra aðgang að leiði við grafartöku. Ef slíkt er til staðar verða aðstandendur að fjarlægja það áður.

  • Ef legsteinar eða önnur minningarmörk hindra aðkomu að gröf, þurfa þau að vera fjarlægð tímabundið. Kirkjugarðurinn ber ekki ábyrgð á flutningi eða tjóni á slíkum minningarmörkum.