Jólaljós í kirkjugarðinum

  • Jólaljósin eru ekki á vegum garðsins heldur er þetta fyrirtækið Jólaljósin ehf. sem sér um jólalýsinguna.

  • Hægt er að panta jólaljósin í gegnum síma eða í gegnum vefsíðu fyrirtækisins: jolaljosin.is

  • Jólaljósin ehf byrja oftast um 20. nóvember að selja jólaljósin á netinu og í síma.

  • Fyrirtækið sér um að tengja og hengja upp jólaljósin á krossa eða legsteina.

  • Allar upplýsingar og hvernig á að panta jólaljósin eru á vefsíðu fyrirtækisins og ef aðstandendur hafa ekki leiðisnúmer þá er tenging af jolaljosin.is yfir á gardur.is til að finna leiðisnúmerið.

  • Aðstandendur geta einnig hringt í Kirkjugarðinn til að fá upplýsingar um leiðisnúmerið í síma 555-1262.

Sorpflokkun og jólaskraut

  • Starfsfólk Kirkjugarðsins flokkar ruslið frá garðúrganginum og kemur í endurvinnslu.

  • Aðstandendur eru beðnir að hafa lífrænt jólaskraut á leiðum, það er mikil vinna að flokka ólífrænt skraut af greinum og endurvinna.

  • Vinsamlegast verið búin að fjarlægja jólaskraut af leiðum fyrir 1. mars ef aðstæður leyfa og að fólk hafi tækifæri til þess.

  • Rétt fyrir páska fer starfsfólk Kirkjugarðsins að hreinsa upp það jólaskraut og kertadósir sem eftir verður.