Í duftkerssvæðum Kirkjugarðs Hafnarfjarðar eru ákveðnar reglur um framkvæmd og fyrirkomulag við jarðsetningu duftkerja.
Skipulag reita
Í hvern reit komast fjögur duftker.
Hver reitur er 100 cm x 100 cm.
Byrjað er að grafa í fyrsta hornið, og duftker nr. 2 kemur í næsta horn við hliðina á. Þriðja og jafnvel fjórða duftkerið fer undir legstein ef hann er kominn – annars innan við duftker númer 1 og 2.
Takmörk
Yfir vetrartímann getur lokast fyrir jarðsetningar á duftkerjum sökum frosts í jörðu.
Minningarmörk og aðgengi
Hámarksbreidd undirsteins má vera 80 cm og hámarkslengd á ramma er einnig 80 cm (undirsteinn 30 cm + langhlið ramma 50 cm).
Ekki má setja langhlið á ramma utan um undirstein.
Ef aðstandendur setja ramma framan við stein og duftker er ekki komið í reitinn, þurfa þeir sjálfir að fjarlægja rammann til að koma kerinu fyrir.
Ef það á að bæta við þriðja eða fjórða duftkerinu, þá þurfa aðstandendur að fjarlægja stein og ramma.