Bygging 300 fm kapellu og þjónustuhúss hófst 1977 og var húsið vígt 1982. Húsið hönnuðu arkitektarnir Manfreð Vilhjálmsson og Þorvaldur S. Þorvaldsson í samstarfi við Reyni Vilhjálmsson skrúðgarðaarkitekt. Húsið bætti úr brýnni þörf við kistulagningar og leysti af hólmi aðstöðu sem Hafnfirðingar höfðu notið hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur í Fossvogi. Veglegur útikross var hannaður og smíðaður af Leifi Breiðfjörð og settur á flötina fyrir framan garðhússins 1985 og flóðlýstur 1987. Tækjageymslu var svo bætt við garðhúsið árið 1990.
Batteríið Arkitektar hannaði skrifstofuhúsnæðið og starfsmannaaðstöðuna sem er tæpir 200 fm og var mikil bylting fyrir heilsársstarfsmennina sem og sumarstarfsmennina en sumarstarfsmennirnir voru með aðstöðu í “Litla skúrnum” í gamla garðinum.
Batteríið Arkitektar hannaði einnig um 90 fm aðstöðuhús sem er í nýjasta partinum hinum megin við Kaldárselsveginn en þar er lítil vélageymsla, snyrting fyrir útfarargesti og kaffiaðstaða fyrir starfmenn meðan beðið er eftir jarðarförum.