Þjónusta við aðstandendur

Grassláttur í kirkjugarðinum

Starfsmenn Kirkjugarðsins slá og hirða gras af leiðum og grænum svæðum yfir sumartímann án kostnaðar fyrir aðstandendur.

Kirkjugarðurinn sér um að tyrfa leiði og þurfa aðstandendur að panta tyrfingu hjá skrifstofu garðsins í síma 555 1262 eða email: kghf@simnet.is

Líða þurfa tvö ár frá jarðsetningu vegna þess að moldin þarf að fá að síga og jafna sig.

Hola getur myndast í leiði í allt að tvö ár frá jarðsetningu og einnig mörgum árum seinna: ástæðan er sú að lok á kistu er að gefa undan þunga moldarinnar, á oftast við á vorin í leysingum. Starfsmenn kirkjugarðsins bæta mold í leiðið og laga það. Ef þörf er á að laga legstein sem hefur hallast er það gert en stærri og viðkvæmari legsteina þurfa aðstandendur að laga sjálfir. Oft þarf að hífa upp legstein og laga undirstöður. Rammar og önnur minningarmörk eru tekin til hliðar og aðstandendur setja þau upp aftur og ganga frá leiðinu.

Ef legsteinar eru farnir að halla eða önnur minningarmörk að skekkjast, þá er það aðstandenda að laga þau. Best er að hafa samband við söluaðila legsteins eða legsteinasala til að rétta af legsteininn.

Kirkjugarðurinn ber ekki ábyrgð á að laga minningarmörk

Aðstandendur geta fengið lánuð garðverkfæri á vinnutíma starfsmanna. Skila þarf garðáhöldum fyrir klukkan 16:30 yfir sumartímann, starfsfólk Kirkjugarðsins skilja ekki eftir garðáhöld úti eftir starfsdag.
  • Moldarkúfurinn sem er á kistugröfunum sígur vanalega á u.þ.b. tveimur árum.

  • Leiði með minningarmörkum eins hvítri möl, steinum, plöntum – (runnar eða fjölærar plöntur) þurfa aðstandendur að fjarlægja áður en leiðið er tyrft.

  • Í elsta hluta kirkjugarðis, A-hluta og parti af B-hluta þarf starfsfólk Kirkjugarðsins að meta aðstæður við leiðið ef það er beðið um að tyrfa leiðið. Í þessum hluta garðsins er mikið af trjám og mikið skuggavarp sem gefa litlar líkur á að gras geti dafnað.
  • Aðstandendur hafa ekki heimild til að gróðursetja tré eða runna án leyfis kirkjugarðsstjórnar. Tré eru fljót að vaxa úr sér og valda vandræðum á leiðum (t.d. ef það þarf að jarðsetja við hliðina á leiði þar sem tré er á getur rótarkerfið á stórum trjám valdið miklum vandræðum).

  • Runnar eða fjölærar plöntur sem verða of stór eða breiða úr sér yfir á önnur leiði eða stíga garðsins þá hefur starfsfólk Kirkjugarðsins heimild til að klippa tré og minnka plöntur.