Krýsuvíkurkirkjugarður

Síðast var jarðsett í Krýsuvíkurkirkjugarði árið 1997. Þá var Sveinn Björnsson listmálari grafinn í garðinum, en þá hafði ekki verið jarðsett í garðinum í 80 ár.

Í lögum um kirkjugarða segir m.a. „Niðurlagðir kirkjugarðar eru friðhelgir og skulu taldir til fornleifa, sbr. þjóðminjalög. Heimilt er að þinglýsa ákvörðun um niðurlagningu kirkjugarðs. Skylt er að halda við girðingu um niðurlagðan
kirkjugarð á kostnað sóknarkirkjugarðsins svo og að hirða hann sómasamlega“.

Kirkjugarður Hafnarfjarðar hefur stutt við lagfæringar á Krýsuvíkurkirkjugarði,
m.a. við framkvæmdir við vegghleðslu á austur- og suðurhlið Krýsuvíkur- kirkjugarðs. Þar var endurhlaðinn m.a. 24,5 metra grjótveggur með torfstreng. Krýsuvíkurkirkjugarður er nú í góðu standi með vel hlöðnum grjótvegg og fallegri endurbyggðri Krýsuvíkurkirkju. Ný kirkja kom í stað þeirrar eldri sem brann árið 2010.

Starfsfólk Kirkjugarðs Hafnarfjarðar fer í tvær vinnuferðir á ári í Krýsuvíkurkirkjugarði og eru þær ferðir skemmtilegt uppbrot á vinnu starfsmanna. Alltaf gaman að fara í smá vinnuferðalag og hirða um annan kirkjugarð.