Minningarmark er legsteinn og allt sem er við leiði.
Minningarmark nær yfir hluti í kirkjugörðum sem settir eru upp til minningar um einstakling sem þar hvílir. Minningarmark er grafhýsi, legsteinar eða varða af ýmsu tagi, krossar af marvíslegum efnivið, rammar eða girðingar um leiði og það sem á þau er fest.
Minningarmörk sem eru 100 ára og eldri teljast til fornleifa og njóta friðunar skv. lögum um menningarminjar nr. 80/2012, nema annað sé ákveðið af Minjastofnun Íslands. Stofnunin hefur umsjón og eftirlit með öllum minningarmörkum.